Hönnunar

Verið velkomin

Sjóður

Hvaða styrki er hægt að sækja um?

Um styrkina:

Þróunar- og rannsóknarstyrkir
Er ætlað að styrkja rannsóknir og þróun nýrra hugmynda eða lausna. Þróunar- og rannsóknarstyrkir geta að hámarki numið 2 milljónum króna. Verkefni sem hlotið hefur þróunar- og rannsóknarstyrk á möguleika á að fá verkefnastyrk síðar.

Verkefnastyrkir
Er ætlað að styrkja nýjar hugmyndir eða lausnir sem búið er að þróa og móta og eru komin á útfærslu- og framkvæmdastig. Verkefnastyrkir geta að hámarki numið 5 milljónum króna. Verkefni sem hlotið hefur verkefnastyrk á möguleika á að fá markaðs- og kynningarstyrk síðar.

Markaðs- og kynningarstyrkir
Er ætlað að styrkja verkefni sem komin eru af útfærslu- og framkvæmdastigi og eru fullmótuð og tilbúin til markaðssetningar. Markaðs- og kynningarstyrkir geta að hámarki numið 2 milljónum króna.

Ferðastyrkir
Er ætlað að auka möguleika hönnuða og arkitekta á því að taka þátt í erlendum samstarfs- og kynningarverkefnum, sýningum, viðburðum, ráðstefnum eða viðskiptastefnumótum. Hægt er að sækja um ferðastyrk fyrir einn einstakling eða fleiri til sömu ferðar. Veittir verða allt að 15 ferðastyrkir í hverri úthlutun að upphæð 100 þúsund hver.

Umsóknum skal skilað rafrænt í sérstöku umsóknarformi sem hægt er að nálgast á vefsíðu sjóðsins, sjodur.honnunarmidstod.is.

Athugið að kynna ykkur dagsetningar fyrir úthlutanir, þar sem ýmist er stór úthlutun, þar sem hægt er að sækja um Almenna styrki (fjórir flokkar), eða lítil úthlutun, þar sem einungis er hægt að sækja um ferðastyrki. Sjá dagsetningar fyrir neðan.

Umsóknarfrestir 2019

Úthlutanir þróunar- og rannsóknarstyrkja, verkefnastyrkja og markaðs- og kynningarstyrkja verða tvisvar sinnum á árinu 2019, en ferðastyrkir verða veittir fjórum sinnum. Hér fyrir neðan má sjá dagsetningar hönnunarsjóðs fyrir 2019:

1. úthlutun

Ferðastyrkir – umsóknarfrestur 11. desember – 5. febrúar | úthlutun 26. febrúar

2. úthlutun

Almennir styrkir og ferðastyrkir – umsóknarfrestur 12. febrúar – 16. apríl | úthlutun 16. maí

3. úthlutun

Ferðastyrkir – umsóknarfrestur 7. maí – 20. ágúst | úthlutun 10. september

4. úthlutun

Almennir styrkir og ferðastyrkir – umsóknarfrestur 13. ágúst – 15. október | úthlutun 14. nóvember

 

Styrkþegar verða að gera ráð fyrir að það geti tekið allt að 6 vikur að fá fyrsta hluta fjárins afgreiddan.

Hafa samband

sjodur@honnunarmidstod.is | sími 771 2200 | Hönnunarmiðstöð Íslands, Aðalstræti 2.